Tæp 16.000 atkvæði komin í hús

Alls hafa 15.961 íslendingur greitt utankjörfundaratkvæði í forsetakosningunum.
Alls hafa 15.961 íslendingur greitt utankjörfundaratkvæði í forsetakosningunum. Kristinn Ingvarsson

15.961 atkvæði hefur verið greitt í utankjörfundaratkvæðagreiðslu fyrir forsetakosningarnar næstkomandi laugardag samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórn.

Þar af eru aðsend atkvæði 1.598 talsins.

Í höfuðborginni voru greidd 2.000 atkvæði í dag og heildarfjöldi atkvæða hjá sýslumanninum í Reykjavík er þar með orðinn 8.500. Því hefur um helmingur greiddra atkvæða komið frá Reykjavíkursvæðinu. Þykir þessi utankjörfundaraðsókn með besta móti, en að sögn fulltrúa kjörstjórnar skapaðist talsverð örtröð á kjörstað í dag. Skýringin á því liggur að einhverju leyti í pollamóti sem haldið verður í Vestmannaeyjum um helgina og margir sem drifu sig á kjörstað í dag af þeim sökum. 

Hægt er að greiða utankjörfundaratkvæði hjá sýslumanninum í Reykjavík í Laugardalshöll á milli klukkan 10 og 22 dagana fram að kjördegi.

Á kjördag verður opið frá kl. 10:00–17:00 fyrir þá kjósendur sem ekki búa á höfuðborgarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert