„Í samræmi við skoðanakannanir“

Viðbrögð frambjóðenda voru áþekk.
Viðbrögð frambjóðenda voru áþekk. mbl.is

Viðbrögð fimm af forsetaframbjóðendunum sex við fyrstu tölum úr NA-kjördæmi voru áþekk, þegar þau voru spurð í kosningasjónvarpi RÚV. Öll fimm töldu rétt að taka tölunum með þeim fyrirvara að einungis væru fyrstu 1000 atkvæðin nú talin, og öllum fannst þetta vera í samræmi við skoðanakannanir. 

Herdís Þorgeirsdóttir sagði að tölurnar væru í samræmi við skoðanakannanir og vildi bíða og sjá til. Andrea tók í sama streng og Herdís. Þóra Arnórsdóttir sagði að hún væri „bara glöð“ með stuðninginn við sig, en hún hlaut 37% atkvæða. Ari Trausti sagðist vera sáttur með fyrstu tölurnar. Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti taldi rétt að bíða og sjá til hvernig framvindan yrði með kvöldinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert