Sjö flokkar á þing

Árni Páll Árnason lét af formennsku í Samfylkingunni í sumar ...
Árni Páll Árnason lét af formennsku í Samfylkingunni í sumar og Oddný G. Harðardóttir var kjörin nýr formaður flokksins. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Sjö þingflokkar yrðu á Alþingi ef úrslit alþingiskosninga verða í takti við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær og fyrrakvöld.

Samkvæmt skoðanakönnuninni fengju Píratar 22,8% en Sjálfstæðisflokkurinn 22,7%. VG fengi 15,1% og bætir við sig frá síðustu viku er flokkurinn mældist með 12,6% í könnun Fréttablaðsins. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5%, Viðreisn 8,4%, Björt framtíð fengi 8,2% og Samfylkingin fengi 7,3% og yrði minnsti flokkurinn á þingi. 

Hlutfall þeirra sem taka afstöðu eykst mikið milli vikna og er komið í 67%.

Sjá nánar á Vísi

mbl.is