Lokatölur: Píratar bæta við manni

Frá kosningavöku Pírata í nótt.
Frá kosningavöku Pírata í nótt. Ljósmynd/Pressphotos

Lokatölur úr öllum kjördæmum eru komnar í hús, en síðustu tölur bárust rétt yfir níu frá Norðvesturkjördæmi. Engin breyting varð í því kjördæmi, en tölur þar höfðu áhrif á uppbótarþingsæti í Reykjavíkurkjördæmi norður þar sem Píratar fengu aukaþingmann á kostnað Bjartrar framtíðar.

Það var Halldóra Mogensen í Pírötum sem kom inn eftir lokatölurnar, en Sigrún Gunnarsdóttir í Bjartri framtíð sem datt út á lokametrunum. 

Samkvæmt lokaniðurstöðum munu eftirtaldir einstaklingar setjast á þing:

Lokatölur fyrir landið allt:

Sjálfstæðisflokkur: 29,0% - 21 sæti (bæta við sig 2 sætum)

Vinstri grænir: 15,9% - 10 sæti (bæta við sig 3 sætum)

Píratar: 14,5% - 10 sæti (bæta við sig 7 sætum)

Framsóknarflokkur: 11,5% - 8 sæti (missa 11 sæti)

Viðreisn: 10,5% - 7 sæti (kemur nýr inn)

Björt framtíð: 7,2% - 4 sæti (missa 2 sæti)

Samfylkingin: 5,7% - 3 sæti (missa 6 sæti)

Samkvæmt þessum tölum er ekki hægt að mynda tveggja flokka stjórn, en stærstu tveir flokkarnir eru Sjálfstæðisflokkur með 29,0% atkvæða og Vinstri grænir með 15,9% atkvæða. Er heildarþingmannafjöldi þeirra flokka 31, en til að ná meirihluta á þingi þarf 32 sæti. 

Reykja­vík norður – Björt held­ur sæti sínu:

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður er það Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, odd­viti sjálf­stæðismanna, sem er fyrsti maður í kjör­dæm­inu. Á eft­ir hon­um koma Katrín Jak­obs­dótt­ir (V), Birgitta Jóns­dótt­ir (P), Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir (D), Þor­steinn Víg­lunds­son (C), Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir (V), Björn Leví Gunn­ars­son (P), Birg­ir Ármanns­son (D) og Björt Ólafs­dótt­ir (A). Uppbótarþingmenn eru Andrés Ingi Jónsson (V) og Halldóra Mogensen (P).

Reykja­vík suður – Lilja Dögg inni:

Í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður eru eft­ir­far­andi kjör­dæma­kjörn­ir þing­menn:  Ólöf Nor­dal (D), Svandís Svavars­dótt­ir (V), Ásta Guðrún Helga­dótt­ir (P), Brynj­ar Ní­els­son (D), Hanna Katrín Friðriks­son (C), Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé (V), Gunn­ar Hrafn Jóns­son (P), Sig­ríður Á. And­er­sen (D) og Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir (B). Uppbótarþingmenn eru Nichole Leigh Mosty (A) og Pawel Bartoszek (C).

Suðvest­ur – Vil­hjálm­ur Bjarna­son inni:

Í stærsta kjör­dæmi lands­ins, Suðvest­ur­kjör­dæmi eru eft­ir­far­andi þing­menn kjör­dæma­kjörn­ir: Bjarni Bene­dikts­son (D), Bryn­dís Har­alds­dótt­ir (D), Jón Þór Ólafs­son (P), Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir (C), Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir (V), Jón Gunn­ars­son (D), Ótt­arr Proppé (A), Óli Björn Kára­son (D), Eygló Harðardótt­ir (B), Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir (P) og Vil­hjálm­ur Bjarna­son (D). Uppbótarþingmenn eru Theodóra S. Þorsteinsdóttir (A) og Jón Steindór Valdimarsson (C).

Norðvestur - Sjálfstæðismenn og Píratar taka af Samfylkingu og Framsókn:

Í Norðvesturkjördæmi eru eftirtaldir þingmenn kjördæmakjörnir: Haraldur Benediktsson (D), Gunnar Bragi Sveinsson (B), Lilja Rafney Magnúsdóttir (V), Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir (D), Eva Pandora Baldursdóttir (P), Elsa Lára Arnardóttir (B) og Teitur Björn Einarsson (D). Uppbótarþingmaður er Guðjón S. Brjánsson (S).

Norðaust­ur – Sam­fylk­ing nær manni:

Í víðfeðmasta kjör­dæmi lands­ins, Norðaust­ur­kjör­dæmi eru kjör­dæma­kjörn­ir þing­menn eft­ir­far­andi:  Kristján Þór Júlí­us­son (D), Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son (B), Stein­grím­ur J. Sig­fús­son (V), Njáll Trausti Friðberts­son (D), Þór­unn Eg­ils­dótt­ir (B), Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir (V), Ein­ar Aðal­steinn Brynj­ólfs­son (P), Val­gerður Gunn­ars­dótt­ir (D) og Logi Már Ein­ars­son (S). Uppbótarþingmaður er Benedikt Jóhannesson (C).

Suður – Fram­sókn tap­ar tveim­ur mönn­um:

Í Suður­kjör­dæmi eru eft­ir­far­andi þing­menn kjör­dæma­kjörn­ir og þar af leiðandi ör­ugg­ir inn: Páll Magnús­son (D), Sig­urður Ingi Jó­hanns­son (B),  Ásmund­ur Friðriks­son (D), Smári McCart­hy (P), Vil­hjálm­ur Árna­son (D),  Ari Trausti Guðmunds­son (V), Silja Dögg Gunn­ars­dótt­ir (B), Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir (D) og  Jóna Sól­veig El­ín­ar­dótt­ir (C). Uppbótarþingmaður er Oddný G. Harðardóttir (S).

mbl.is