Kosningaþátttaka aldrei verið minni

Kjörsókn hefur aldrei verið minni.
Kjörsókn hefur aldrei verið minni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kosningaþátttakan í alþingiskosningunum á laugardaginn náði sögulegu lágmarki í 79,2% í samanburði við 81,4% í kosningunum 2013.

Minnst var hún í Reykjavíkurkjördæmi norður en mest í Norðvesturkjördæmi. Í báðum kjördæmum minnkaði hún milli kosningaára.

Frá árinu 1978 hefur kosningaþátttaka leitað niður á við með tveimur undantekningum, 2003 og 1987. Slíkt hefur tíðkast víðast hvar í heiminum þar sem kosningaþátttaka hefur minnkað á undanförnum áratugum. Í samanburði við OECD-löndin stendur Ísland þó ágætlega, að því er fram kemur í umfjöllun um kosningarnar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »