Stillt upp á lista hjá Sjálfstæðismönnum

Fimm vikur eru til kosninga.
Fimm vikur eru til kosninga. mbl.is/RAX

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á ekki von á að prófkjör verði haldin til að ákvarða röðun á framboðslistum flokksins fyrir kosningarnar í næsta mánuði. Þess í stað verði stillt upp á lista. Sú ákvörun er þó í höndum kjördæmisráða flokksins, sem eiga eftir að taka formlega ákvörðun. Þetta kom fram í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Það er gert vegna þess hve stutt er til kosninga.

Aðspurður sagði Bjarni viðbúið að flokkar með fáa starfsmenn og litla yfirbyggingu geti átt erfitt með að skipuleggja sig með svo stuttan tíma til stefnu. Sjálfstæðisflokkurinn standi þó vel að vígi þar sem vinna var til að mynda hafin í öllum málefnanefndum flokksins vegna fyrirhugaðs landsfundar í byrjun nóvember, sem nú hefur verið frestað.

mbl.is