Almenn ánægja í flokknum

Frá kosningafundi á Hilton Nordica nýverið.
Frá kosningafundi á Hilton Nordica nýverið. mbl.is/Golli

Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, telur að almenn ánægja ríki í Sjálfstæðisflokknum með framboðslista flokksins, sem nú hefur verið gengið frá í öllum kjördæmum.

„Það er rétt að einhverjar konur létu í sér heyra í fyrra og lýstu óánægju með það að aðeins ein kona leiddi lista flokksins í kosningunum þá en það voru nú einu sinni niðurstöður prófkjöra sem réðu því.,“ segir Vala í Morgunblaðinu í dag.

Vala segir að allt aðrar aðstæður séu nú og ekki hafi verið möguleiki að ráðast í prófkjör á nýjan leik, svo skömmu fyrir kosningar. Hún segir að hún og mjög margar sjálfstæðiskonur séu ánægðar með það að Brynjar Níelsson skuli að eigin frumkvæði hafa boðist til þess að færast niður í annað sæti svo Sigríður Á. Andersen, sem hefði átt að vera í öðru sæti á lista flokksins í Reykjavík suður, gæti leitt listann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert