Spáir leiðinlegu á kjördag

Útlit er fyrir leiðinlegt kosningaveður.
Útlit er fyrir leiðinlegt kosningaveður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fyrsta alvöruhríðarveður vetrarins gæti komið á laugardaginn kemur, þegar landsmenn ganga til kosninga.

Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir spána leiðinlega á kjördag en tekur þó fram að nokkur óvissa sé í henni og of snemmt að fullyrða um nokkuð.

„Það er útlit fyrir norðanátt, slyddu og snjókomu á norðanverðu landinu,“ segir Þorsteinn í Morgunblaðinu í dag en það spáir köldu en björtu veðri sunnantil á landinu. „Það verður nálægt frostmarki á öllu landinu en sennilega frostlaust á Suður- og Austurlandi,“ segir hann.