Boris Johnson fagnar Guðlaugi Þór

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, er ánægður með að Guðlaugur Þór Þórðarson verði áfram utanríkisráðherra Íslands. Johnson greinir frá þessu í færslu sem hann birtir á Twitter. Guðlaugur svarar honum og þakkar fyrir góða kveðju með tilhlökkun um áframhaldandi gott samstarf.

„Það gleður mig að heyra að minn góði vinur @GudlaugurThor hafi verið útnefndur á nýjan leik sem utanríkisráðherra Íslands. Hlakka til að dýpka samstarfið með nánum bandamanni,“ skrifar Johnson.

„Takk vinur minn, ég hlakka til að halda okkar nána samstarfi áfram. Við munum styrkja tengslin á milli #UK og #Iceland ennfrekar,“ skrifar Guðlaugur Þór í svari sínu.

Heitir ráðherrann Þór?

Fleiri kveðja sér til hljóðs í spjallinu, m.a. einn sem segir: „Heitir utanríkisráðherrann þeirra Þór? Þá er ekkert skrítið að við töpuðum þorskastríðinu.“

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. mbl.is/Eggert
mbl.is