13 í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ

mbl.is/Hjörtur

Þrettán gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ sem fram fer 10. febrúar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu en utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í Valhöll, höfuðstöðvum flokksins, við Háaleitisbraut í Reykjavík, 29. janúar.

Þeir sem gefa kost á sér eru:

Arna Hagalínsdóttir, atvinnurekandi og fjármálastjóri
Ásgeir Sveinsson framkvæmdastjóri
Davíð Ólafsson söngvari
Hafsteinn Pálsson, bæjarfulltrúi og verkfræðingur
Haraldur Sverrisson bæjarstjóri
Helga Jóhannesdóttir fjármálastjóri
Ingibjörg Bergrós Jóhannesdóttir háskólanemi
Kolbrún G. Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi
Kristín Ýr Pálmarsdóttir, aðalbókari og hársnyrtimeistari
Mikael Rafn L. Steingrímsson háskólanemi
Rúnar Bragi Guðlaugsson framkvæmdastjóri
Sólveig Franklínsdóttir, markþjálfi og klínka
Sturla Sær Erlendsson, verslunarstjóri og varabæjarfulltrúi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert