María leiðir Miðflokkinn í Garðabæ

María Grétarsdóttir.
María Grétarsdóttir.

Miðflokkurinn mun bjóða fram til bæjarstjórnar í Garðabæ í sveitarstjórnarkosningum vorið 2018 og mun María Grétarsdóttir leiða listann.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

María er fædd 1964 og er viðskiptafræðingur að mennt með meistarapróf í stjórnun og stefnumótun.

„Miðflokknum er mikill styrkur af því að fá Maríu til liðs við sig en hún er gjörkunnug bæjarstjórnarmálum og hefur starfað sem bæjarfulltrúi í Garðabæ á kjörtímabilinu sem er að líða og sem varabæjarfulltrúi árin 1998-2006,“ segir í tilkynningunni.

Á starfstíma sínum hefur María meðal annars verið formaður fjölskylduráðs og barnaverndarnefndar Garðabæjar og formaður leikskólanefndar bæjarins auk þess að eiga sæti í íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert