Pawel gefur kost á sér í borginni

Pawel Bartoszek hefur látið uppstillinganefnd Viðreisnar vita að hann sækist ...
Pawel Bartoszek hefur látið uppstillinganefnd Viðreisnar vita að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, hefur tilkynnt á Facebook-síðu sinni að hann ætli að gefa kost á sér til framboðs í borgarstjórnarkosningunum í vor.

„Reykjavík er frábær borg. Hún dregur til sín hæfileikaríkt fólk frá öllu landinu og öllum heimshornum. Hún er oftar en ekki aðdráttaraflið [sem] dregur þá Íslendinga sem flutt hafa til útlanda aftur heim. Reykjavík er frábær borg og mig langar að hjálpa til við að gera hana enn betri,“ segir Pawel í færslu sinni.

Hann hafi því látið uppstillingarnefnd Viðreisnar vita að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

mbl.is