Átta búnir að kjósa

Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí.
Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosn­inga til sveit­ar­stjórna, sem fram fara 26. maí 2018, hófst á laugardag. Ekki er hægt að segja að fólk hafi hópast til að kjósa á laugardag en samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu kusu sex á laugardag.

Hægt var að greiða atkvæði milli klukkan 12.00 og 14.00 á laugardag en lokað var á páskadag og annan í páskum. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum hafa tveir kosið í dag og því hafa átta manns kosið utan kjörfundar.

At­kvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrif­stofu embætt­is­ins að Hlíðasmára 1 í Kópa­vogi á af­greiðslu­tíma embætt­is­ins, frá kl. 8:30 til 15:00 á virk­um dög­um. Einnig er opið á laug­ar­dög­um og sunnu­dög­um frá kl. 12:00 til kl. 14:00.

Hægt er að nálg­ast upp­lýs­ing­ar um at­kvæðagreiðslu utan kjör­fund­ar á syslu­menn.is og kosn­ing.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert