Fimm sveitarfélög verða að fjórum

Sandgerði mun sameinast Garði eftir kosningarnar 26. maí.
Sandgerði mun sameinast Garði eftir kosningarnar 26. maí. mbl.is/Reynir Sveinsson

Á Suðurnesjum eru núna fimm sveitarfélög, sem reyndar verða að fjórum eftir kosningarnar þegar Sandgerði og Garður sameinast, en það var samþykkt í íbúakosningu í nóvember síðastliðnum.

15.305 manns eru á kjörskrá á Suðurnesjunum og samtals eru 34 bæjarfulltrúar í þessum fjórum sveitarfélögum; sjö í Grindavík og Vogum, 11 í Reykjanesbæ og níu í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis.

Ef fjölda fólks á kjörskrá er deilt í fjölda bæjarfulltrúa sést að afar mismunandi er eftir sveitarfélögunum hversu mörg atkvæði eru á bak við hvern fulltrúa. Þannig væru 115 atkvæði á bak við hvern bæjarfulltrúa í Vogum, 235 atkvæði í sameinuðu sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis, 284 atkvæði í Garði og 945 í Reykjanesbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert