Listi Miðflokkinn í Árborg

Miðflokkurinn í Árborg ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins.
Miðflokkurinn í Árborg ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni flokksins. Ljósmynd/Aðsend

Tómas Ellert Tómasson leiðir M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. 

Eftirfarandi skipa sex efstu sæti listans.

  1. Tómas Ellert Tómasson, oddviti og byggingarverkfræðingur
  2. Guðrún Jóhannsdóttir viðskiptafræðingur
  3. Sólveig Pálmadóttir, viðskiptalögfræðingur og hársnyrtimeistari
  4. Ari Már Ólafsson húsasmíðameistari
  5. Erling Magnússon lögfræðingur
  6. Sverrir Ágústsson, félagsliði á réttargeðdeild LSH

Heiðurssæti  mun skipa nýkjörinn heiðursformaður HSK, Guðmundur Kr. Jónsson.

mbl.is