Lokatölur af Seltjarnarnesi – D-listinn heldur meirihluta

Seltjarnarnes.
Seltjarnarnes. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 46,3% atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa kjörna samkvæmt lokatölum af Seltjarnarnesi. Flokkurinn fékk 46,3%, en var með 52,6% í síðustu kosningum.

Samfylkingin fékk 27,9% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa og Viðreisn/Neslistinn fengu 15,3% og einn bæjarfulltrúa.

Klofningsframboð frá Sjálfstæðisflokkinum, F-Fyrir Seltjarnarnes, fékk 10,6% atkvæða, en það dugði ekki til að ná inn manni.

Samkvæmt þessu heldur Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta í bæjarstjórn á næsta ári.

Á kjörskrá voru 3.402 og greiddu 2.560 atkvæði. Var kjörsókn því 75,2%.

Auð og ógild atkvæði voru samtals 72 talsins.

mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert