Allt galopið á Fljótsdalshéraði

Það er allt opið á Héraði þrátt fyrir að meirihlutinn …
Það er allt opið á Héraði þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið, að sögn oddvita Sjálfstæðisflokks og óháðra. mbl.is

Það er allt opið varðandi myndun meirihluta í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs, að sögn Önnu Alexandersdóttur, sem leiddi lista Sjálfstæðisflokks og óháðra. Hún segir engar formlegar viðræður hafa farið fram, en „einhver samtöl“ hafi þó átt sér stað.

Meirihlutinn á Fljótsdalshéraði hélt, þrátt fyrir að eitt framboðanna sem tók þátt í meirihlutasamstarfinu hafi ekki boðið fram í þetta skiptið.

Héraðslistinn, listi félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði, er stærsti flokkurinn á Fljótsdalshéraði. Listinn  fékk 30,75% greiddra atkvæða og bætti við sig einum manni í bæjarstjórn. Það gerir listi Sjálfstæðisflokks og óháðra líka, en framboðin hafa starfað saman í bæjarstjórn undanfarin fjögur ár ásamt Á-lista, sem bauð ekki fram að þessu sinni.

Ekki sami meirihlutinn

„Við erum að bæta við okkur fylgi og við erum mjög ánægð með það og Héraðslistinn er að bæta við sig enn meira fylgi,“ segir Anna. Hún segir að það sé ef til vill vísbending um að ánægja sé með störf meirihlutans undanfarin fjögur ár.

„En auðvitað er þetta ekki sami meirihlutinn, því það er einn listi farinn út,“ segir Anna. „Það er breytt landslag og Miðflokkurinn er líka kominn inn,“ bætir hún við, en Miðflokkurinn fékk rúm 17% atkvæða og einn kjörinn fulltrúa.

Anna segir að hún telji ekki mikinn málefnaágreining á milli Sjálfstæðisflokksins og óháðra, Héraðslistans og Framsóknarflokksins, sem var einn í minnihluta á nýliðnu kjörtímabili. Samstarfið í bæjarstjórninni hafi verið gott.

Því telur Anna að það verði allt opið, þegar flokkarnir setjist niður og fara að ræða myndun nýs meirihluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert