Enginn flokkur með meirihluta í Fjallabyggð

Siglufjörður er hluti af Fjallabyggð.
Siglufjörður er hluti af Fjallabyggð. mbl.is/Sigurður Bogi

Enginn flokkur fékk hreinan meirihluta sveitarstjórnarfulltrúa í Fjallabyggð, en lokatölur voru að berast. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði eða 44,8% og þrjá fulltrúa, en H-listi, Fyrir heildina, fékk 30,8% og tvo fulltrúa. Þá fékk I-listi, Betri Fjallabyggð, 24,4% og tvo fulltrúa.

Samtals greiddu 1.254 atkvæði og var kjörsókn 79,5%. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 539 atkvæði, Fyrir heildina fékk 371 atkvæði og Betri Fjallabyggð fékk 294 atkvæði. Auðir seðlar voru 41 og ógildir 6.

Fyrir fjórum árum voru fjórir listar í framboði. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Fjallabyggðarlistinn og Jafnaðarmenn. Mynduðu þeir tveir síðastnefndu meirihluta eftir kosningar, en seinna slitnaði upp úr því samstarfi og Jafnaðarmenn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu meirihluta.

mbl.is