Framsókn situr í sjö meirihlutum

FRamsókn myndar m.a. meirihluta í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins …
FRamsókn myndar m.a. meirihluta í Hafnarfirði. Rósa Guðbjartsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins og Ágúst Bjarni Garðarsson oddviti Framsóknar við undirritun málefnasamnings flokkanna. mbl.is/​Hari

Framsóknarflokkurinn má vel við una að loknum kosningum, að mati Grétars Eyþórssonar stjórnmálafræðings sem segir að árangur Framsóknar í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum sé góður, sérstaklega í ljósi þess að Miðflokkurinn lét finna fyrir sér.

Framsókn er í meirihluta í sjö bæjarstjórnum í tólf stærstu sveitarfélögunum, að því er fram kemur í umfjöllun um gengi flokksins í nýafstöðnum kosningum í Morgunblaðinu í dag.

Framsókn og Samfylking sitja saman í fjórum meirihlutum og Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem situr í hreinum meirihluta í tveimur sveitarfélögum, Garðabæ og Seltjarnarnesi. Hann situr einnig þremur tveggja flokka meirihlutum. 10

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert