Framboði Ábyrgrar framtíðar hafnað í Suðurkjördæmi

Alþingiskosningar 2021.
Alþingiskosningar 2021. mbl.is

Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hafnaði í dag framboði Ábyrgrar framtíðar til Alþingiskosninga í kjördæminu. 

Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar, segir að undirskriftir 31 meðmælanda hafi vantað upp á að skilyrði um fjölda meðmælanda yrði uppfyllt. Yfirkjörstjórn hafði borist ábendingar um framboðslistann en þar sem fjöldi meðmælanda var ekki nægur verður ekki tekin afstaða til þeirra að sögn Þóris. 

Ábyrg framtíð hefur sólarhring til að kæra þessa niðurstöðu til landskjörstjórnar.

Alls voru tíu framboð samþykkt í Suðurkjördæmi líkt og í öllum öðrum kjördæmum utan Reykjavíkurkjördæmis norður þar sem framboðin verða ellefu, en framboð Ábyrgrar framtíðar var þar samþykkt. 

mbl.is