Ríkisstjórnin heldur ekki velli

Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson.
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Kristinn Magnússon

Ríkisstjórnin heldur ekki velli í nýrri könnun Prósents sem var gerð fyrir Fréttablaðið. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 21,3 prósenta fylgi, Framsókn 12,6 prósent og VG fengi slétt 10 prósent. Samanlagt fylgi nemur um 44 prósentum. 

Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem var gerð 13. til 16. september. Alls tóku 1.493 þátt í henni, þar af tóku 1.329 afstöðu, eða 90 prósent.

Þegar fólk var spurt hvaða stjórnarsamstarf því hugnast best að afloknum kosningum vill stærstur hluti svarenda halda núverandi samstarfi áfram, eða 48,3 prósent.

Um 27 prósent aðspurðra vilja vinstristjórn með Flokki fólksins, Pírötum, Samfylkingu, Sósíalistum og Vinstri grænum. Um 25 prósent vilja miðjustjórn með Framsóknarflokki, Samfylkingu, Viðreisn og Pírötum.

Nánast allir sem ætla að kjósa Sjálfstæðisflokkinn vilja halda samstarfinu áfram, eða 99 prósent.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert