Um 22 þúsund hafa greitt atkvæði

Mikið var að gera í utankjörfundaratkvæðagreiðslum um helgina.
Mikið var að gera í utankjörfundaratkvæðagreiðslum um helgina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í lok dags í gær voru tæplega 22 þúsund manns búin að greiða atkvæði utankjörfundar til Alþingis.

Þar af hafa um 16 þúsund greitt atkvæði hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Í samtali við mbl.is segir Sigríður Karlsdóttir, sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu, að mikið hafi verið að gera í utankjörfundaratkvæðagreiðslum um helgina. 

„Rúmlega 2500 manns kusu hjá okkur um helgina,“ segir Sigríður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert