Er Ísland norrænt velferðarsamfélag?

„Nei það held ég ekki. Ég held að þetta sé lykilmál til að byggja upp norrænt velferðasamfélag,“ segir Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar og athafnastjóri, spurð hvort að Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar hafi hlaupið á sig með að útiloka ítrekað samstarf með Sjálfstæðisflokknum að kosningum loknum. 

Inga Auðbjörg ræðir ásamt Gísla Frey Valdórssyni, ráðgjafa hjá KOM og ritstjóra Þjóðmála, við Karítas Ríkharðsdóttur um loka­sprett­inn í kosn­inga­bar­átt­unni, formannap­all­borð Dag­mála og lands­lagið í stjórn­mál­um í Dag­mál­um. 

Gísli Freyr segir Ísland klárlega vera norrænt velferðasamfélag, en það sem sé til dæmis betur gert í Svíþjóð en á Íslandi sé rekstur heilbrigðiskerfisins sem sé að miklu leyti einkarekinn. 

Hann er sömuleiðis ósammála Ingu Auðbjörgu um að útilokun Loga á Sjálfstæðisflokkinn hafi ekki verið mistök. Hann segir Loga hafa stimplað sig út úr umræðunni sem leiðtogi og að ekki sé litið til hans sem forsætisráðherraefnis.

mbl.is