Endurtelja öll atkvæði í Norðvesturkjördæmi

Norðvestur kjördæmi.
Norðvestur kjördæmi. mbl.is

Ákveðið hefur verið að endurtelja öll atkvæði í Norðvesturkjördæmi vegna þess hve lítill munur var á jöfnunarþingmönnum milli kjördæma. Endurtalningin gæti haft áhrif á uppbótarmenn flokkanna, að sögn Inga Tryggvasonar, formanns yfirstjórnar kjördæmisins. Skessuhorn greindi fyrst frá.

Of fáum atkvæðum hafi munað á því hver næði inn sem jöfnunarþingmaður og því hafi kjörstjórn ákveðið að telja atkvæðin aftur, segir Ingi inntur eftir því.

„Það munar bara of fáum atkvæðum á uppbótarsætum. Ég er núna að bíða eftir talningarfólki og geri ráð fyrir að endurtalningin taki tvo til þrjá klukkutíma,“ staðfestir Ingi í samtali við mbl.is.

Aðspurður segist Ingi ekki vænta þess að endurtalningin muni hafa áhrif á hve marga þingmenn flokkarnir fá.

„En það er spurning hvort þetta geti haft áhrif á uppbótarmenn og hvort þeir víxlist á milli kjördæma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert