Telja ekki aftur í Suðurkjördæmi

„Í morgun var okkur ljóst að þetta væri mjótt á …
„Í morgun var okkur ljóst að þetta væri mjótt á munum og það skýrðist ennþá betur upp undir hádegi,“ segir Þórir. mbl.is/Unnur Karen

Atkvæði verða ekki talin aftur í Suðurkjördæmi. Þetta staðfestir Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar Suðurkjördæmis, í samtali við mbl.is. Hann segir nýjar niðurstöður eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi ekki breyta ákvörðuninni.

„Í morgun var okkur ljóst að þetta væri mjótt á munum og það skýrðist ennþá betur upp undir hádegi,“ segir Þórir. Þá hafi verið farið yfir alla verkferla og hvernig staðið var að málum í gær og nótt. Úrtakskönnun hafi verið framkvæmd á atkvæðum til þess að fara yfir.

Ný niðurstaða úr Norðvesturkjördæmi breytir ekki ákvörðuninni

„Þá skoðuðum við bunka atkvæða sem voru merktir öllum flokkum í öllum talningum, bæði kjörfundar- og utankjörfundaratkvæði. Eftir að við vorum komin yfir tíu prósent og engin frávik greinst þá vorum við sannfærð um að vinnubrögðin okkar hefðu haldist,“ segir Þórir.

Breytir ný niðurstaða úr endurtalningu Norðvesturkjördæmis ákvörðun ykkar?

„Nei, hún breytir engu um vinnubrögðin okkar í gær og nótt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert