Bíður eftir að geta hafið störf sem þingmaður

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, nýkjörinn þingmaður Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, segir að biðina eftir niðurstöðum á rannsókn kjörbréfa vera erfiða fyrir sig þar sem að henni líði ekki eins og hún geti hafið störf sem þingmaður fyrr en lögmæti kosninganna í kjördæminu liggur fyrir. 

Verði niðurstaða Alþingis að kjörbréfin séu ekki gild og ráðast þurfi í uppkosningu í Norðvesturkjördæmi sér Lilja Rannveig fram á að hefja nýja kosningabaráttu.

Lilja Rannveig er einnig yngsti þingmaðurinn sem hlaut kjör samkvæmt lokaniðurstöðum kosninganna, en ásamt henni er Lenya Rún Taha Karim, sem samkvæmt tölum sem lágu fyrir að morgni dags eftir kosningarnar var inni sem þingmaður, gestur Karítasar Ríkharðsdóttur í Dagmálum. 

Diljá Mist Einarsdóttir, nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er þriðji gestur þáttarins. Allar eiga þær sameiginlegt að vera ungar konur sem voru áberandi á einn eða annan hátt í kosningaáráttunni fyrir alþingiskosningarnar í september.

Þá tengjast þær allar þeirri vinnu sem nú fer fram um rannsókn kjörbréfa; Lenya Rún er ein kærenda framkvæmda og úrslita kosninganna, Lilja Rannveig kjörin í kjördæminu þar sem framkvæmdin er til rannsóknar og Diljá Mist situr í undirbúningsnefnd fyrri rannsókn kjörbréfa. 

Auk málefna Norðvesturkjördæmis eru úrslit kosninganna rædd í þættinum, afstaða þessara stjórnmálakvenna til ýmissa mála, aðstæður ungra kvenna í stjórnmálum og margt fleira. 

Þáttinn með Lenyu Rún, Lilju Rannveigu og Diljá Mist geta áskrifendur Morgunblaðsins nálgast í heild sinni hér. Hægt er að kaupa vikupassa hér

mbl.is