Eftir að komast að niðurstöðu um matskennd atriði

Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar.
Birgir Ármannsson, formaður undirbúningskjörbréfanefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa hefur í þessari viku lagt áherslu á að fara yfir þau gögn sem nefndin hefur safnað og átta sig á því hvort frekari upplýsinga er þörf. Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, telur að uppýsingarnar liggi að mestu leyti fyrir þannig að hægt sé að meta gögnin og komast að niðurstöðu.

Samhliða því hefur nefndin verið að skrifa texta til að vinna með. Birgir tekur fram að það séu skjöl á vinnslustigi og nefndin eigi þó nokkra fundi eftir til að geta skilað af sér áliti. Eftir sé að ræða betur ákveðin matskennd atriði og komast að niðurstöðu um þau.

Skýrist í komandi viku

Birgir treystir sér ekki til að áætla hvenær nefndin lýkur vinnu sinni en telur að málið muni skýrast í komandi viku.

Nefndin fundaði síðast í gær og Birgir segir að nefndarmenn vinni að málinu heima um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »