Sara Björg gefur kost á sér í forvali Samfylkingarinnar

Sara Björg Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar.
Sara Björg Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar. Ljósmynd/Aðsend

Sara Björg Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í 4. til 6. sætið í flokksvalinu sem fer fram 22. febrúar.

Sara Björg er formaður í íbúaráði Breiðholts og hefur frá 2019 verið varafulltrúi í skipulags - og samgönguráði, skóla- og frístundaráði og menninga- íþrótta- og tómstundaráði.

„Ég vil leggja mitt af mörkum til að efla sýnileika Samfylkingarinnar austan Elliðaá sem öflugur fulltrúi úr Breiðholti,“ er haft eftir Söru Björg í tilkynningu en sem formaður íbúaráðs Breiðholts leiddi hún ákveðna vinnu fyrir hverfið í gegnum vinnuferli nýsamþykkts hverfisskipulag og sat í stýrihóp um framtíðarskipan Elliðárdals.

mbl.is