Ellen Calmon sækist eftir 4. sæti

Ellen Calmon borgarfulltrúi.
Ellen Calmon borgarfulltrúi.

Ellen Calmon borgarfulltrúi sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta kemur fram í tilkynningu frá henni en forvalið fer fram um miðjan febrúar. 

Ellen hefur setið sem borgarfulltrúi Samfylkingarinnar síðan í júní á síðasta ári. Helstu áherslumál hennar eru að Reykjavík sé fjölskylduvæn, barnvæn og aldursvæn. 

Ég hef verið ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar í borgarstjórn, þar hef ég talað fyrir réttindum barna og fatlaðs fólks. Reykjavík á að vera fjölskyldu- og aldursvæn borg en ég vil einnig að hún verði barnvænt sveitarfélag í takti við hugmyndafræði UNICEF. Ég vil að Reykjavík verði fjölskylduvæn borg fyrir fjölbreytt fólk,“ segir í tilkynningu Ellenar.

Nánar má lesa um áherslur Ellenar hér.

mbl.is