Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjá borgarfulltrúa

Frambjóðendur berjast um vinnu í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Frambjóðendur berjast um vinnu í Ráðhúsi Reykjavíkur. mbl.is//Sigurður Bogi

Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er komið niður fyrir 20 prósent samkvæmt niðurstöðum könnunar sem prósent framkvæmdi fyrir Fréttablaðið. Hefur flokkurinn ekki mælst lægri á kjörtímabilinu en hann mælist með 19,4 prósent.

Verði úrslit sveitarstjórnarkosninganna 14. maí á þessa leið tapar flokkurinn þremur borgarfulltrúum; fengi fimm.

Fylgi Framsóknarflokksins eykst verulega og fengi hann þrjá menn kjörna. Meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, VG og Viðreisnar heldur samkvæmt könnuninni naumlega velli en flokkarnir fengju 12 af 23 borgarfulltrúum.

Samfylkingin mælist með 23,4 prósent og er stærsti flokkurinn. Flokkurinn myndi þó tapa einum borgarfulltrúa frá síðustu kosningum. Viðreisn tapar einum manni en Píratarar bæta við sig tveimur. VG heldur sínum eina borgarfulltrúa.

Sósíalistaflokkurinn bætir við sig og fengi tvo borgarfulltrúa en Miðflokkurinn missir sinn eina mann.

mbl.is