„Þetta er algjörlega stórkostlegt“

„Þetta er algjörlega stórkostlegt,“ segir Valdimar Víðisson, oddviti Framsóknarflokksins í Hafnarfirði eftir að fyrstu tölur úr sveitarfélaginu voru kynntar. 

Framsókn fær samkvæmt nýjustu tölum rúmlega 16% atkvæða og tvo bæjarfulltrúa, en í kosningunum árið 2018 fékk flokkurinn um 8% atkvæða. 

Valdimar var á leið að fagna með stuðningsfólki sínu þegar blaðamaður mbl.is náði af honum tali. Valdimar segir það eðlilegt að núverandi meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks ræði saman að morgni ef að meirihlutinn heldur velli eftir lokatölur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert