Viðræðum Framsóknarlokks og Vina Mosfellsbæjar slitið

Meirihlutaviðræðum í Mosfellsbæ var slitið í morgun.
Meirihlutaviðræðum í Mosfellsbæ var slitið í morgun. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ hefur slitið meirihlutaviðræðum við Vini Mosfellsbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinum Mosfellsbæjar.

Greint var frá því í gær að formlegar meirihlutaviðræður í bænum færu af stað um helgina og að flokkarnir fjórir sem að þeim koma, Fram­sókn, Viðreisn, Sam­fylk­ing og Vin­ir Mos­fells­bæj­ar væru að und­ir­búa viðræður helgar­inn­ar.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk fjóra full­trúa í kosn­ing­un­um en hinir flokk­arn­ir þrír einn hver. Þá fékk Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fjóra full­trúa kjörna.

„Samkvæmt viðræðuáætlun átti að hittast aftur í morgun og ætluðu fulltrúar Vina Mosfellsbæjar að nýta tímann til að ræða við sitt bakland um ákveðin málefni. Áður en fundir hófust í morgun var viðræðum sliti og óljósar málefnalegar ástæður gefnar fyrir þeirri ákvörðun,“ segir í tilkynningunni frá Vinum Mosfellsbæjar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert