Staðfestir aðeins að erindi hafi borist

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. mbl.is/Árni Sæberg

Héraðssaksóknari vill ekkert segja til um hvort rannsókn sé hafin eða hvenær niðurstöðu sé að vænta í undirskriftarmáli E-framboðs, Bestu borgarinnar.

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfestir einungis við mbl.is að erindi hafi borist frá yfirkjörstjórn í Reykjavík vegna málsins en vill annars ekki tjá sig um stöðuna. 

Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi alþingismaður, var í 24. sæti á lista framboðsins en hún sagði undirskrift sína í framboðsgögnum hafa verið falsaða.

Fyrir tæpum tveimur vikum sagði formaður yfirkjörstjórnar að niðurstaða fundar vegna málsins hafi verið sú að yfirkjörstjórnin hefði ekki lagaheimild til að taka frambjóðanda af lista á þessu stigi. Í kjölfarið hefði málinu verið vísað til héraðssaksóknara til rannsóknar og meðferðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert