Töluverður málefnalegur samhljómur

Dagur B. Eggertsson, oddviti og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur að til staðar sé töluverður málefnalegur samhljómur milli þeirra flokka sem ákváðu að hefja formlegar meirihlutaviðræður í dag. Auk Samfylkingarinnar eru það Framsókn, Píratar og Viðreisn.

Aðspurður hvort hann geri kröfu um formann borgarráðs, verði hann ekki borgarstjóri, segir hann að of snemmt sé að ræða skipun embætta, farsælla sé að byrja á því að ræða málefnin.

mbl.is