Málefnasamningur í höfn en sveitarstjóra er leitað

Helgi Einarsson (K) og Freyr Antonsson (D) sáttir með samninginn.
Helgi Einarsson (K) og Freyr Antonsson (D) sáttir með samninginn. Ljósmynd/Aðsend

Málefnasamningur meirihluta sveitarstjórnar Dalvíkurbyggðar fyrir komandi kjörtímabil var í kvöld undirritaður af oddvitum D-lista Sjálfstæðisfélagsins og óháðra, og K-lista Dalvíkurbyggðar.

Freyr Antonsson, oddviti D-listans, mun gegna embætti forseta sveitarstjórnar og Helgi Einarsson, oddviti K-listans, mun gegna embætti formanns byggðarráðs. Leit að sveitarstjóra stendur yfir, að því er fram kemur í tilkynningu frá flokkunum.

Þá verða breytingar gerðar á umhverfisráði og því skipt upp í skipulagsráð og umhverfis- og dreifbýlisráð, og verður menningarráð endurvakið.

Mikil bjartsýni og metnaður fyrir framtíð sveitarfélagsins sveif yfir vötnum við gerð samningsins og spenningur í mannskapnum að bretta upp ermar og hefjast handa. Við hlökkum til samstarfs við B-lista Framsóknar og félagshyggjufólks við að gera gott samfélag enn betra,“ segir í tilkynningunni.

Nánar um hlutverkaskiptingu:

Formaður fræðsluráðs verður Jolanta Brandt (K)
Formaður félagsmálaráðs verður Katrín Kristinsdóttir (D)
Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs verður Jóhann Már Kristinsson (D)
Formaður veitu- og hafnarráðs verður Haukur Arnar Gunnarsson (K)
Formaður í stjórn Dalbæjar verður Freyr Antonsson (D)
Formaður skipulagsráðs verður Anna Kristín Guðmundsdóttir (D)
Formaður umhverfis- og dreifbýlisráðs verður Gunnar Kristinn Guðmundsson (K)
Formaður menningaráðs verður Lovísa María Sigurgeirsdóttir (K)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert