Hörð átök í pólitíkinni á Hólmavík

Hitnað hefur í kolunum í bæjarmálunum í Hólmavík.
Hitnað hefur í kolunum í bæjarmálunum í Hólmavík. mbl.is/Golli

Nýtt kjörtímabil hjá sveitarstjórn Strandabyggðar virðist hefjast með óvenjulegum hætti. Fimm fráfarandi fulltrúar í sveitarstjórn Strandabyggðar sendu frá sér harðorða ályktun í vikunni. Höfðu þau verið kjörin í persónukjöri í kosningunum 2018, þar sem ekki voru framboðslistar í kjöri til sveitarstjórnar í Strandabyggð í það skipti. Segjast þau hafa setið undir ásökunum undanfarið um brot á samþykktum, reglum og lögum.

„Hitt eigum við svo öll sameiginlegt, nú í lok kjörtímabils, að við göngum löskuð frá borði. Við höfum setið undir ásökunum, dylgjum og rógburði. Vegið hefur verið með þeim hætti að mannorði okkar og æru, að ekki verður við unað. Við krefjumst nánari skýringa. Nýkjörinn oddviti Strandabyggðar og leiðtogi T-listans í sveitarstjórn hefur sagt opinberlega og ítrekað að við höfum tekið ákvarðanir sem „stangast á við sveitarstjórnarlög, samþykktir Strandabyggðar og siðareglur Strandabyggðar“.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert