Traust fasteignasala á Spáni í meira en 40 ár

Sólarfasteign er umboðsaðili fasteignasölunnar MASA International og hefur frá árinu …
Sólarfasteign er umboðsaðili fasteignasölunnar MASA International og hefur frá árinu 2001 þjónustað Íslendinga við fasteignakaup á Costa Blanca-svæðinu á Spáni. Ljósmynd/MASA International

„Við bjóðum upp á eitt mesta úrval fasteigna á Costa Blanca-svæðinu á Spáni,“ segir Jónas H. Jónasson, löggiltur fasteignasali hjá Sólarfasteign.

Sólarfasteign er umboðsaðili fyrir fasteignasöluna MASA International sem hefur verið í fararbroddi á Costa Blanca-svæðinu, sem Íslendingar þekkja sem Torrevieja-svæðið, á Spáni í yfir 40 ár.

„Veðursældin og afslappaðri lífsmáti er það helsta sem heillar Íslendinga. Ásamt hagstæðara verðlagi og góðu heilbrigðis- og skólakerfi - og ekki skemma hreinar strendur fyrir,“ segir Stefán Antonsson, löggiltur fasteignasali hjá Sólarfasteign. „Spánn er tilvalinn staður til að dvelja á til skemmri eða lengri tíma.“   

Mennirnir að baki Sólarfasteign: Stefán Antonsson, löggiltur fasteignasali, Jónas H. …
Mennirnir að baki Sólarfasteign: Stefán Antonsson, löggiltur fasteignasali, Jónas H. Jónasson, löggiltur fasteignasali, og Jón Bjarni Jónsson, fasteignaráðgjafi. mbl.is/Arnþór Birkisson

Allar tegundir fasteigna á skrá

Sólarfasteign og MASA International hafa átt í farsælu samstarfi frá árinu 2001 og í sameiningu þjónustað íslenska fasteignakaupendur á Spáni allar götur síðan. Að sögn Jónasar og Stefáns hafa Íslendingar löngu fallið fyrir Costa Blanca-svæðinu enda segja þeir svæðið búa yfir mörgum kostum fyrir þá sem kjósa að eignast sitt annað heimili utan landsteinana.

„Markhópurinn hefur verið að breytast mikið seinustu árin. Áður fyrr var aðalviðskiptahópurinn fólk sem var að fara á eftirlaun en í dag hefur kaupendahópurinn verið að yngjast mikið og eru margir sem sjá ákveðið tækifæri falið í því að kaupa fasteign sem fjárfestingu,“ segir Jónas og bendir á að sérhæðir í litlum fjölbýlishúsum hafi verið sérlega vinsælar síðustu ár. Sólarfasteign og MASA bjóða þó upp á allar tegundir eigna, allt frá litlum íbúðum í fjölbýlishúsum til rúmgóðra einbýlishúsa utan þéttbýlis.

„Við bjóðum upp á alla flóruna og höfum því eitthvað fyrir alla á söluskrá en oftast er um nýbyggingar að ræða. Það eru að koma inn ný svæði bæði fyrir norðan og sunnan Torrevieja. Fyrir norðan er verið að byggja skemmtilegar eignir í Villajoyosa sem er á milli Alicante og Benidorm – þar sem er mjög stutt á ströndina. Fyrir sunnan þá eru það svæði eins og Lo Pagan, Torre de la Horradada. Svo er nýtt verkefni sem heitir Santa Rosalia Lake, sem er virkilega spennandi kostur nálægt Mar Menor,“ útskýrir Stefán og segir marga spennandi kosti í boði.

Sólarfasteign er með allar tegundir fasteigna á skrá, allt frá …
Sólarfasteign er með allar tegundir fasteigna á skrá, allt frá litlum íbúðum í fjölbýlishúsum til stórra einbýlishúsa úti í sveit. Ljósmynd/MASA International

320 sólardagar á ári og meiri kaupmáttur

„Costa Blanca-svæðið er talið eitt það allra veðursælasta á Spáni. Með yfir 320 sólardaga á ári, frábærar strendur og fjöldann allan af golfvöllum sem finna má víða. Það eru fjölmargir kostir í boði fyrir golfáhugafólk á þessu svæði, til dæmis við golfvöllinn Las Colinas,“ segir Jónas og heldur áfram:

„Allt sem lítur að daglegu lífi er mun ódýrara en hér heima. Kaupmáttur Íslendinga er meiri á Spáni og aðilar geta lifað mjög góðu lífi á Costa Blanca. Flogið er vikulega eða oftar til Alicante allt árið um kring en einnig er auðvelt að komast til Alicante með tengiflugi,“ lýsir hann og segir ferðalagið til Alicante frá Íslandi vera mjög einfalt og þægilegt sem er mikill kostur þegar fasteignakaup í öðru landi eru í kortunum.

„Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á skoðunarferðir til Spánar allt árið um kring. Þær eru sérsniðnar fyrir hvern og einn kaupanda og geta staðið í um fjóra til sex daga. Þá eru hentugar eignir skoðaðar á hinum ýmsu svæðum á Costa Blanca sem hver hefur sitt sérkenni og uppfyllir óskir viðskiptavinarins hverju sinni,“ segir Jón Bjarni, fasteignaráðgjafi hjá Sólarfasteign, og nefnir að kostnaður á umræddum skoðunarferðum sé 59.900 íslenskar krónur á mann þar sem flug, hótel og veitingar á meðan á ferð stendur sé innifalið í verðinu.

Kaupendahópurinn hefur verið að yngjast mikið á undanförnum árum og …
Kaupendahópurinn hefur verið að yngjast mikið á undanförnum árum og margir sem líta á fasteignakaup utan landsteinana sem fjárfestingu inn í framtíðina. Ljósmynd/MASA International

Traust og örugg fasteignaviðskipti

Hátt þjónustustig og traust viðskipti er það sem helst einkennir MASA International og umboðsaðilann hér á landi, Sólarfasteign. Þeir Jónas og Stefán segja aðkomu Sólarfasteignar mjög mikilvæga fyrir Íslendinga í skoðunar- og kaupferlinu vegna þess hversu frábrugðið spænska ferlið er hinu íslenska en ekki síður vegna tungumáls.

„Fyrir þá sem ætla að gera þetta allt sjálfir þá getur það reynst mjög flókið. Ferlið við að kaupa er allt öðruvísi en hér á Íslandi. Tungumálaerfiðleikar geta einnig sett strik í reikninginn og ef kaupandinn ætlar að gera hlutina upp á eigin spýtur í gegnum hverfisfasteignasölu þarna úti þá getur hann verið að bjóða hættunni heim,“ segir Stefán.

Ferlinu sjálfu lýsa þeir í stuttu máli þannig að kaupendur þurfi að stofna spænska kennitölu í gegnum NIE-kerfið. Því næst þurfi að stofna til bankaviðskipta, fá lánshæfnismat og sækja í kjölfarið um lán. Þessu kunni að fylgja mikil skriffinnska og pappírsvinna sem kaupendur alfarið sleppa við ef fasteignir eru keyptar í gegnum Sólarfasteign og MASA International.

„Þessir hlutir eru allir innifaldir í okkar þjónustu og við fylgjum kaupendum alla leið í ferlinu og höldum þeim upplýstum allan tímann,“ bendir Stefán á. 

Veðursæld, afslappaðri lífsmáti og hagstæðara verðlag er það sem heillar …
Veðursæld, afslappaðri lífsmáti og hagstæðara verðlag er það sem heillar Íslendinga mest við að dvelja til lengri tíma á Spáni. Ljósmynd/MASA International

Gæðastimpill og gott orðspor

Fasteignasalan MASA International hefur getið sér gott orðspor á meðal Evrópubúa síðustu áratugina. Traust og örugg fasteignaviðskipti skipta þar sköpum en ekki síður sú framúrskarandi þjónusta sem einkennir starfsemina.

„MASA International er ein af fáum fasteignasölum á Costa Blanca sem eru með gæðastaðalinn ISO 9001. Hann er mjög erfitt að fá og mun erfiðara er að halda honum,“ segir Jónas.

„Hátt þjónustustig við viðskiptavini er okkar aðalsmerki. Eftir að kaup hafa farið fram þá tekur svokallað eftirsöluteymi MASA International við kaupendum. Allir kaupendur fá sinn eigin þjónustufulltrúa sem annast allt fyrir þá í ferlinu, er með þeim við afhendingu á eigninni og aðstoðar með það sem tilheyrir flutningum. Sami fulltrúinn er kaupendum innan handar í allt að sex mánuði eftir það,“ segir Stefán. 

„Svo má ekki gleyma því að MASA International er með svokallað „lowest price guarantee“ sem tryggir að ef þú finnur sömu eign á lægra verði en það sem þú kaupir hana á þá verður þér endurgreitt í samræmi við það,“ bætir Jónas við og hvetur sólþyrsta og ævintýragjarna Íslendinga í fasteignahugleiðingum á Spáni að hafa samband við Sólarfasteign.

„Þú munt ekki sjá eftir því!“

Smelltu hér til að fara á heimasíðu Sólarfasteign.is

mbl.is