Hin heilaga hafraþrenna gerir kraftaverk fyrir húðina

Hafrar gegna lykilhlutverki í vörunum frá Aveeno.
Hafrar gegna lykilhlutverki í vörunum frá Aveeno. Ljósmynd/Aveeno

Í yfir 75 ár hefur Aveeno notað vísindi og tækni til að nýta kraft náttúrunnar fyrir þurra og viðkvæma húð. Aveeno er heimsþekkt húðvörumerki sem nýlega kom á íslenskan markað. Vörulínur Aveeno eru sérlega hentugar fyrir íslenskar aðstæður þar sem kalt veðurfar veldur gjarnan þurrki í húð.

Húðolían frá Aveeno bar sigur úr býtum á Danish Beauty …
Húðolían frá Aveeno bar sigur úr býtum á Danish Beauty Awards í ár. Ljósmynd/Aveeno

Vandaðar vörur fyrir viðkvæma húð

Aveeno vörurnar hafa farið sigurför um heiminn undanfarin ár og hlotið ófáa gæðastimpla í gegnum tíðina. Á þessu ári bar húðolían frá Aveeno sigur úr býtum á Danish Beauty Awards. Olían er silkimjúk, hún er sérstaklega hönnuð fyrir þurra og viðkvæma húð þar sem olían eykur mýkt húðarinnar.

Vörulínur Aveeno; Aveeno Skin Relief og Aveeno Dermexa státa af árangursríkum vörum á borð við rakakrem, handáburð, líkamskrem, húðolíu, sjampó, sturtugel og fleira. Allar vörurnar eru þróaðar í samvinnu við húðsjúkdómalækna.

Vörulínurnar tvær innihalda hágæða innihaldsefni sem geta gert kraftaverk fyrir …
Vörulínurnar tvær innihalda hágæða innihaldsefni sem geta gert kraftaverk fyrir húðina frá fyrsta degi notkunar. Ljósmynd/Aveeno

Aveeno Skin Relief er fyrir þurra, mjög þurra og viðkvæma húð. Aveeno Dermexa er fyrir mjög þurra húð, húð sem hefur tilhneigingu að fá exem og gegn kláða. Aveeno Dermexa má nota fyrir alla fjölskylduna.*

Krafturinn liggur í þrefaldri blöndu úr höfrum

Í framleiðslunni er fyrst og fremst stuðst við náttúruleg efni sem hafa góð áhrif á heilbrigði húðar. Mikilvægasta innihaldsefni í Aveeno er þreföld blanda úr höfrum. Hafrarnir styðja við náttúrulega örveruflóru húðarinnar, húðin fær raka, næringu, mýkist og verður teygjanlegri.

Fínmalaðir hafrar hafa rakagefandi eiginleika og koma í veg fyrir rakatap. Þeir hjálpa til við að örva vöxt góðra baktería og viðhalda þannig náttúrulegri örveruflóru.

Aveeno Dermexa er fyrir mjög þurra húð, húð sem hefur …
Aveeno Dermexa er fyrir mjög þurra húð, húð sem hefur tilhneigingu að fá exem og er kláðastillandi. Ljósmynd/Aveeno

Hafraolía er vökvi sem unnin er úr hafrakorni, olían er náttúrulega rík af lípíðum sem er mikilvæg byggingareining fyrir heilbrigt varnarkerfi húðarinnar.

Hafraþykkni er þekkt fyrir náttúruleg andoxunarefni, róandi og kláðastillandi eiginleika.

Láttu þér annt um húðina þína og prófaðu húðvörurnar frá Aveeno.

Vörurnar eru fáanlegar í öllum helstu apótekum landsins: Apótekaranum, Lyf og heilsu, Lyfjavali, Farmasíu, Urðarapóteki, Íslandsapóteki, Siglufjarðarapóteki, Apóteki Vesturlands, Apóteki Suðurlands, Rimaapóteki og Apóteki Garðabæjar.

*Dermexa sturtugel er fyrir 3 ára og eldri.

mbl.is