Brjóstagjöf

Ung móðir skömmuð við brjóstagjöf

18.8. Disa Sweet sagði frá því nýlega að kona hefði sagt henni að hylja sig því að „maðurinn hennar og sonur ættu ekki að þurfa að sjá brjóstin á henni út um allt“. Meira »

Ekki gefa barninu ábót!

29.7. Mjólkin hjá mér kom aldrei í miklu magni. Það kom ekki í ljós fyrr en Klara Dís var orðin ca. 2 vikna og ekki búin að þyngjast almennilega. Hún var voða óvær þessar vikur enda var hún svöng. Meira »

Löglegt að gefa brjóst alls staðar í Bandaríkjunum

28.7. Það er fyrst nú árið 2018 löglegt fyrir mjólkandi mæður að gefa brjóst í öllum ríkjum Bandaríkjanna en Idaho og Utah voru seinust ríkjanna til að gera brjóstagjöf á almannafæri löglega. Meira »

Brjóstagjöf eftir brjóstaminnkun

27.7. Á meðgöngu sjá flestar konur fyrir sér að þær muni gefa brjóst að fæðingu lokinni. Konur sem hafa farið í brjóstaminnkunaraðgerð hafa þó hugsanlega áhyggjur af því hvernig brjóstagjöfin muni ganga. Meira »

Fjögur atriði sem koma á óvart við brjóstagjöf

16.7. Jafnvel þótt móðirin sitji hreyfingarlaus allan daginn samsvarar brennslan allt að 8 kílómetra löngu hlaupi. Það ætti því ekki að koma neinum á óvart að konan verði gjarnan afar svöng. Meira »

Hefur þú heyrt um formjólkurkveisu?

13.7. „Uppi á barnaspítala er hann greindur með ungbarnakveisu og formjólkurkveisu. Ég hafði aldrei heyrt þetta orð. Það eina sem ég vissi var að ég mjólkaði eins og heilt fjós og hefði getað fætt marga svanga munna með allri mjólkinni sem ég hafði.“ Meira »

Neyddist til að hætta með dóttur sína á brjósti

8.7. Tennisstjarnan Serena Williams tjáði sig opinberlega á dögunum um ákvörðunina um að hætta með dóttur sína á brjósti.   Meira »

Hentar ketó mataræði fyrir konur með barn á brjósti?

11.6. Ketogenískt mataræði, þar sem kolvetnum í mat er haldið í miklu lágmarki, nýtur mikilla vinsælda nú um stundir meðal fólks sem vill léttast, ná niður blóðsykri og blóðþrýstingi. Það er ef til vill ekki skrýtið að konur sem bætt hafa á sig aukakílóum eftir meðgöngu velti þessu mataræði fyrir sér enda hefur fólk oft náð miklum árangri í baráttunni við aukakílóin á ketogenísku fæði. Meira »

„Ertu ennþá með hana á brjósti?!“

11.5. Sumir eru ótrúlega afskiptasamir um það hvernig annað fólk hagar sér. Þetta er oft áberandi gagnvart foreldrum og ungum pörum, hvort þau ætli ekki að koma með eitt lítið, hvort þau ætli ekki að koma með annað lítið, hvort móðirin ætli virkilega ekki að hafa barnið á brjósti og svo hvort hún ætli ekki að fara hætta með barnið á brjósti. Meira »

Fær barnið næga brjóstamjólk?

28.4. Ungbarnamæður sem hafa eignast sitt fyrsta barn velta því oft fyrir sér hvort barnið hafi fengið nóg enda útilokað að sjá eða vigta magnið sem barnið fær í hverri máltíð. Hér eru fimm atriði sem mæður geta haft til viðmiðunar. Meira »