Fæðingar og fleira

Móðurhlutverkið gerði hana ósigrandi

18.1. Kristín Soffía Jónsdóttir borgarfulltrúi á von á sínu öðru barni ásamt manninum sínum, Gesti Pálssyni. Hún segir að hún hafi orðið miklu öflugri eftir að hún varð mamma. Meira »

Hefði ekki getað átt betri fæðingu

29.10. „Ég rembdist af öllum lífs- og sálarkröftum og eftir sirka 6 rembinga, sagði ljósmóðirin að það sæist í kollinn á barninu. Í næstu hríð var eins og það fossaði út úr mér og drengurinn kom allur í einum rembingi, með axlirnar þvert.“ Meira »

Lífið tók U-beygju við móðurhlutverkið

8.10. Pála Hallgrímsdóttir, meistaranemi í alþjóðasamskiptum og flugfreyja, er í fæðingarorlofi núna en hún eignaðist son fyrir fimm mánuðum. Hún segir að líf hennar hafi umturnast á þessum fimm mánuðum. Meira »

„Fæðingin mín var frábær“

25.9. „Ég var komin með mikla rembingsþörf og vildi fara að rembast um leið og ég komst í rúmið. Það var ákveðinn léttir. Ég eiginlega trúði því ekki að útvíkkunin væri búin og að ég gæti farið að rembast. Það gekk mjög vel. Ég lá á hliðinni og hélt í höndina á manninum mínum og stuttu síðar, klukkan 16:16, fæddist fullkominn 16 marka drengur.“ Meira »

„Sonur minn festist í grindinni“

19.9. Kara Kristel Ágústsdóttir varð mamma þegar hún var alveg að verða tvítug. Í dag er sonur hennar þriggja og hálfs árs. Hún segir að það hafi verið ákveðið sjokk að verða ólétt svona ung en hún ól soninn upp ein. Meira »

Söng dótturina í heiminn

18.9. „Fæðingin gekk svo vel að ég á eiginlega erfitt með að trúa því sjálf. Það má eiginlega segja að ég hafi sungið og heilað elsku litlu dóttur mína í heiminn. Þetta var mín þriðja meðganga og sú erfiðasta.“ Meira »

Aníta Rún var sett fyrr af stað með stóru stelpuna sína

5.9. Aníta Rún Guðnýjardóttir fæddi nýlega sitt þriðja barn; bráðmyndarlega stúlku, en þar sem hún var orðin býsna stór í móðurkviði þurfti að setja hana af stað á 38. viku. Meira »

Kynlíf eftir fæðingu

28.8. Foreldrar velta gjarna fyrir sér meðan á meðgöngu stendur og eftir fæðinguna hvenær þeim sé  óhætt að stunda kynlíf á ný.  Meira »

Hægt er að draga úr fæðingarótta

20.8. Hægt er að draga úr fæðingarótta óléttra kvenna en vitundarvakning hefur orðið að undanförnu um mikilvægi þess að styðja við andlega heilsu á meðgöngu. Meira »

„ÉG SÉ HAUS!“

31.7. Margrét Gauja Magnúsdóttir fagnar 12 ára afmæli dóttur sinnar í dag og minnist um leið einstakrar fæðingar afmælisbarnsins með fyndnustu fæðingarsögu sem sögð hefur verið. Meira »

Skemmtileg fæðing sem gekk yndislega vel

16.7. Jæja, alla vega stelpan var á leiðinni og ljósmóðirin segir mér að rembast, einn góður rembingur og litla stúlkan okkar skaust í heiminn í belgnum! Meira »

Fæðing Frosta

5.7. Ég missi vatnið kl. 08:00 um morgun, komin 40 vikur og 3 daga á leið. Okkur var sagt að koma strax upp á fæðingardeild því ég fór í keisara síðast, og þá er engin áhætta tekin, og ég átti ekkert að bíða neitt heima eftir einhverjum verkjum eins og flestar eru látnar gera. Meira »

Var viðstödd fæðingu litlu frænku sinnar

11.6. „Hún var í rúman klukkutíma að rembast bara til að ná höfðinu almennilega niður. Þegar farið var að sjást í kollinn var ég farin að fá kökk í hálsinn, ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni, þetta var bara allt svo fallegt og þó að ég hafi átt barn áður þá var þetta bara ekki eins." Meira »

Er sipp í lagi fyrir og eftir fæðingu?

31.5. Sipp er frábær hreyfing sem getur styrkt grindarbotninn eftir fæðingu en setur um leið mikið álag á grindarbotninn sem er oft slakur eftir fæðinguna. Það getur verið betra að byrja á því að gera grindarbotnsæfingar fyrst. Ef það virkar vel og þú viss um að grindin sé í lagi er óhætt að byrja að sippa. Meira »

Saga af fæðingu

20.5. Jesús minn eini! Verkurinn sem kom eftir að vatnið fór! Ég hef ALDREI upplifað jafn mikinn sársauka á ævi minni fyrr en hausinn á dóttir minni var alveg að koma út. Ég leit á skjáinn með hjartslættinum hennar og sá að hann var að minnka, sá báðar ljósmæðurnar tala en heyrði ekki hvað þær sögðu og sá að ein þeirra hringdi og bað um lækni á meðan hin ljósan reyndi að róa mig Meira »

Hvernig er best að undirbúa fæðingu?

9.5. Kona sem er við góða heilsu áður en meðganga hefst og leggur áherslu á að rækta líkama og sál, getur búist við að meðganga og fæðing gangi að óskum. Nánast allar konur á Íslandi leita til heilsugæslu í meðgöngueftirlit og fá þar gott tækifæri til að fræðast um breytingarnar sem fylgja meðgöngunni. Meira »

Töngin til bjargar

8.5. Dóttir mín fékk mikla magakveisu tveggja mánaða gömul og mér fannst alltaf að eitthvað hefði farið úrskeiðis í fæðingunni. Eitthvað sem hugsanlega hefði raskað líkamsró barnsins. Nokkrum árum seinna þegar ég varð aftur ófrísk hugsaði ég sífellt út í þessa bévítans töng. Meira »

Svona gerir þú fæðingaráætlun

2.5. Sífellt fleiri foreldrar undirbúa sig með því að skrifa í sameiningu lista yfir þær óskir sem þeir hafa um fæðinguna. Slíkur listi hjálpar starfsfólki fæðingardeildar að gera sér grein fyrir vilja og þörfum foreldranna en hafa þarf í huga að óskalisti er aðeins það: óskalisti. Meira »