Mótmæli á Íslandi

Mótmælendur brutu skilmála borgarinnar

19.3. „Það er ekki fallegt um að litast á Austurvelli um þessar mundir. Grasið er eitt drullusvað og umgangur allur subbulegur. Þetta er svona eins og eftir slæma útihátíð,“ segir Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Mótmælt á Austurvelli

17.11.2014 Hópur fólks er saman kominn á Austurvelli til að mótmæla aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda. Mótmælendur krefjast þess að stjórnmálamenn taki hagsmuni þjóðarinnar fram yfir hagsmuni flokka. Þetta er þriðji mánudagurinn í röð sem Jæja-samtökin standa fyrir mótmælum við þinghúsið. Meira »

Enginn gagnagrunnur um mótmælendur

4.11.2014 Lögreglan heldur ekki gagnagrunn um mótmælendur eða stjórnmálaskoðanir fólks. Ríkislögreglustjóri þarf að taka afstöðu til þess hvort upplýsingum um nafngreinda einstaklinga verði eytt úr gögnum lögreglunnar. Þetta segir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Ekkert gert með samantektina

4.11.2014 Engin áform voru um dagleg not lögreglu á þeim upplýsingum sem komu fram í samantekt Geirs Jóns Þórissonar um mótmælendur í búsáhaldabyltingunni. Ekkert var gert með hana eftir að hún var tilbúin. Þetta kom fram í máli yfirmanna lögreglunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

Sambærilegar samantektir ekki til

4.11.2014 Samantekt sem Geir Jón Þórisson tók saman um mótmælendur í búsáhaldabyltingunni var einstök og lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu er ekki kunnugt um að sambærilegar samantektir séu til. Þetta kom fram á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis nú fyrir stundu. Meira »

Sprengingarnar heyrðust í þingsal myndasyrpa

3.11.2014 Flugeldum var skotið upp yfir Austurvöll fyrir fáeinum mínútum. Virðist flugeldunum hafa verið skotið upp frá Fógetagarðinum og heyrðust sprengingarnar inn í þingsal þar sem þingfundur fer nú fram. Meira »

Friðsamlegt og góður andi myndasyrpa

3.11.2014 „Þetta fer allt friðsamlega fram og það er góður andi yfir mótmælunum,“ segir Arnar Marteinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is. Samkvæmt talningu hans voru 4.500 manns á Austurvelli klukkan 17.30. Meira »

Ætla að ræða við alla í skýrslunni

31.10.2014 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggst hafa samband við alla þá sem nefndir eru á nafn í skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi lögreglumanns, og kalla þá á sinn fund. Á fundunum er fyrirhugað að kalla eftir sjónarmiðum fólksins og ræða hugsanleg viðbrögð. Um að er ræða á annað hundrað manns. Meira »

„Við höfðum tapað“

25.10.2014 Mótmæli sem brutust út við lögreglustöðina við Hverfisgötu 22. nóvember 2008 eru ein hörðustu mótmæli sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að glíma við. Síðdegis þann dag safnaðist ríflega 600 manns við stöðina til að fá mann lausann sem lögreglan hafði handtekið vegna ógreiddrar sektar. Meira »

Fjölmiðlar fá skýrslu Geirs Jóns

24.10.2014 Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu afhenti fjölmiðlum í dag skýrslu sem kallast „Samantekt á skipulagi lögreglu við mótmælin 2008 til 2011“. Geir Jón Þórisson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, vann að gerð skýrslunnar, en hann var beðinn um að skrá niður á einn stað allar upplýsingar varðandi mótmælin sem brutust út eftir bankahrunið 2008. Meira »

Eva Hauks fær aðgang að skýrslu Geirs Jóns

19.10.2014 Eva Hauksdóttir fær aukinn aðgang að skýrslu Geirs Jóns Þórissonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, um skiplag lögreglu við mótmælin 2008-2011. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Meira »