Mygla í húsnæði

Kvörtuðu undan óþægindum

22.3. „Þetta byrjaði með því að starfsmenn kvörtuðu undan óþægindum og urðu sumir þeirra veikir. Í kjölfar þess var ákveðið að láta skoða málið,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Bíða eftir niðurstöðu efnissýna

21.3. Beðið er eftir niðurstöðu efnissýna sem tekin voru á fjórum stöðum í Ártúnsskóla vegna gruns um myglu. Þak skólans lekur og einnig hefur verið lekavandamál meðfram gluggum á glervegg. Sýni voru tekin á þessum stöðum í byggingunni. Meira »

Gera heildarúttekt á Varmárskóla

21.3. Gerð verður úttekt á öllu skólahúsnæði Mosfellsbæjar og heildarúttekt á húsnæði Varmárskóla. Þetta var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í gær. Meira »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

20.3. „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Sjálfsagt að rétta hjálparhönd

19.3. Knattspyrnusamband Íslands tekur því fagnandi að geta orðið að liði og aðstoðað Fossvogsskóla vegna mygluvanda þar. Um 230 krakkar munu næstu mánuði sækja skóla í höfuðstöðvum KSÍ. Meira »

Kennslustofum lokað strax

19.3. „Við fögnum þessum framkvæmdum. Það var kominn tími á viðhald enda húsnæði skólans gamalt. Við lítum á þetta sem tækifæri fyrir okkur því þetta verður gert almennilega. Við fáum allt nýtt,“ segir Ásta Bjarney Elíasdóttir skólastjóri Breiðholtsskóla um framkvæmdir við skólann. Meira »

Þekkja rakaskemmdir af eigin raun

19.3. Raki og mygluskemmdir í byggingum finnast jafnt í nýjum og eldri húsum. Starfsmenn skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar þurftu frá að hverfa af skrifstofum sínum í Borgartúni tímabundið í fyrra vegna raka- og mygluskemmda. Meira »

Skoða mygluvanda í fleiri skólum

17.3. Staðfest hefur verið að myglu sé að finna í tveimur grunnskólum í Reykjavík, en til viðbótar er til skoðunar hvort lekamál í tveimur öðrum skólum hafi leitt til myglu. Þá á að fara í heildarúttekt á skólahúsnæði borgarinnar í sumar til að skoða leka sem vafi leikur á. Meira »

Tekur á kennara að henda verkefnum

16.3. „Starfsmenn skólans eru að taka til hluti sem á að farga, hluti sem hægt er að taka með í nýtt húsnæði og hluti sem geyma á til næsta skólastarfs.“ Meira »

Starfsemi Fossvogsskóla í Laugardal

15.3. Skólastarf í Fossvogsskóla verður á komandi mánuðum í Laugardal. Kennsla 4. - 7. bekkja verður í húsnæði KSÍ og kennsla í 2. og 3. bekk verður í húsnæði Þróttar og Ármanns. Kennsla 1. bekkjar verður í Útlandi fyrst um sinn á meðan leitað er að húsnæði en stefnt er á að skólastarfið verði allt í Laugardalnum. Meira »

Verkbeiðni borgarinnar var takmörkuð

15.3. Mannvit vann ekki úttekt á húsnæði Fossvogsskóla, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Þá segir að „verkbeiðnin sem Mannviti barst frá Reykjavíkurborg var um ryksýnatöku á afmörkuðum hluta húsnæðisins.“ Meira »

„Ekki ódýrara að rífa skólann“

15.3. Ekki verður farið í heildarútboð á endurbótum á skólabyggingum Fossvogsskóla en fyrir liggur að ráðast þarf í umtalsverðar endurbætur á þeim vegna skemmda. Iðnaðarmenn mæta til vinnu eftir helgi og hefjast strax handa. Meira »

Fossvogsbörnin enn í biðstöðu

14.3. Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Fossvogsskóla vinna enn að því að finna húsnæði fyrir starfssemi skólans. Ekkert verður úr því að kennsla hefjist á nýjum stað á mánudag eins og vonir stóðu til. Meira »

Sýni úr Fannborg í rannsókn

14.3. Fulltrúar skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og Fossvogsskóla vinna nú hörðum höndum að því að leita að heppilegu húsnæði fyrir starfsemi Fossvogsskóla, þar sem upp komst um myglu í húsnæði í síðustu viku. Meira »

Rakaskemmdir fundust í Fannborg

13.3. Í dag kom í ljós að rakaskemmdir eru í húsnæðinu við Fannborg 2, sem áður hýsti bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborg hyggst taka á leigu undir nemendur úr Fossvogsskóla út skólaárið. Foreldrum nemenda var tjáð þetta á fundi síðdegis í dag, sem fram fór í Réttarholtsskóla. Meira »

Fossvogsbörnin í Kópavoginn

12.3. Tekin hefur verið ákvörðun um að þeim nemendum Fossvogsskóla, sem ekki geta stundað nám í húsnæði skólans vegna myglu, verði kennt í húsnæði í eigu Kópavogsbæjar að Fannborg 2 í Kópavogi úr skólaárið. Reykjavíkurborg mun taka húsnæðið á leigu. Meira »

Með mikil líkamleg einkenni myglu

12.3. Skólaráð Fossvogsskóla hittist kl. 18.00 í gær ásamt fulltrúum frá skóla- og frístundasviði, umhverfis- og skipulagssviði og Frístundamiðstöð Kringlumýrar. Meira »

Reyna að hafa alla undir einu þaki

11.3. Skólaráð Fossvogsskóla hefur augastað á húsnæði sem hýst getur alla árganga skólans frá 1.-7. bekk út þetta skólaár og er að undirbúa samningagerð vegna þessa, samkvæmt tölvupósti Aðalbjargar Ingadóttur skólastjóra Fossvogsskóla til foreldra, sem sendur var út í kvöld. Meira »

Samræma þarf viðmið um myglu

11.3. Samræma þarf verklag og viðbrögð í tengslum við mögulegar mygluskemmdir í húsnæði. Þetta er álit Skúla Helgasonar, formanns skóla- og frístundasviðs borgarinnar, mismunandi niðurstöður tveggja skýrslna um ástandið í Fossvogsskóla sanni það. Samvinna ríkis og sveitarfélaga þurfi að vera meiri. Meira »

Raska ekki byggingum við eftirlit

11.3. „Heilbrigðiseftirlitið hefur reglubundið eftirlit með húsnæði skóla sem felur meðal annars í sér sjónmat en heilu byggingarefni er ekki raskað við eftirlit,“ seg­ir Rósa Magnús­dótt­ir, heil­brigðis­full­trúi Reykja­vík­ur­borg­ar. Meira »

Sjá tækifæri í breytingunum

11.3. „Við erum mjög sátt við þessa niðurstöðu. Við fengum að fylgjast vel með öllu og finnum eindrægan vilja til að standa vel að málum og halda öllu uppi á yfirborðinu. Það eru allir að róa í sömu átt,” segir Karl Óskar Þráinsson, varaformaður foreldrafélags Fossvogsskóla. Meira »

Ánægð með lokunina

11.3. „Ég er mjög ánægð með að skólayfirvöld hafi tekið þessa ákvörðun og mér er létt,“ sagði Magnea Árnadóttir, móðir nemanda í Fossvogsskóla sem veiktist vegna myglu í skólahúsinu. „Ég tel húsnæðið vera óheilnæmt og mun ekki senda hann þangað fyrr en búið er að laga skólabygginguna.“ Meira »

Finna þarf kennsluhúsnæði í vikunni

11.3. Fossvogsskóla verður lokað eftir kennslu á miðvikudag vegna raka- og loftgæðavandamála. Kennt verður í skólanum í dag og fram á miðvikudag. Kennsla á að hefjast að nýju annars staðar á mánudag. Meira »

Fossvogsskóla lokað á miðvikudag

10.3. Skoðun og sýnataka í Fossvogsskóla leiddi í ljós að raka- og loftgæðavandamál voru til staðar í skólanum en bæði nemendur og starfsfólk skólans hafa kvartað undan einkennum vegna þessa. Í ljósi þess hefur verið tekin ákvörðun um að loka skólanum eftir að skóladegi lýkur á miðvikudaginn kemur. Meira »

Víða merki um langvarandi leka

9.3. „[M]iðað við umfang skemmda þá er umfangsmikilla viðgerða og endurnýjunar þörf í skólanum. Sem bráðalausnir þarf að horfa sérstaklega á helstu orsakir skemmda í rýmunum þar sem nemendur og starfsmenn eru.“ Meira »

Raki og mygla í Fossvogsskóla

8.3. Grípa þarf til róttækra aðgerða í Fossvogsskóla í Reykjavík vegna raka og myglu í skólahúsnæðinu. Þá er loftgæðum í skólanum ábótavant. Þetta kom fram á foreldrafundi síðdegis í gær. Meira »

Þrír starfsmenn veiktust vegna myglu

12.2. Hluta húsnæðis Flóaskóla í Flóahreppi hefur verið lokað eftir að grunur kom upp um myglu í starfsmannaaðstöðu og skólaseli.  Meira »

Krafðist skaðabóta vegna myglusvepps

24.1. Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Holtaveg 10 ehf. og Húsasmiðjuna ehf. af kröfu um skaðabætur til karlmanns upp á rúmar sex milljónir króna. Hann sagðist hafa orðið fyrir tjóni vegna myglusvepps. Meira »

Skoða málsókn vegna myglu

18.4. Starfsmenn Barna- og unglingadeildar Landspítala hafa ekki fengið greiddan kjarasamningsbundinn rétt sinn vegna atvinnusjúkdóms, þar sem Landspítali rétt eins og aðrar stofnanir ríkisins viðurkenna ekki veikindi vegna myglu sem atvinnusjúkdóm. BHM vill fara í prófmál vegna þessa. Meira »

Segir ítrekaðar rangfærslur hafa komið fram

15.3.2018 Samskiptastjóri Hafnarfjarðarbæjar segir að ítrekaðar rangfærslur hafi komið fram í fréttum síðustu vikna vegna aðkomu Hafnarfjarðarbæjar á málum tengdum húseigninni að Austurgötu 36 í Hafnarfirði. Meira »