Tilraunir með fljótandi vindmyllur

Í Noregi verða á næstunni gerðar tilraunir með fljótandi vindmyllur undan ströndum landsins. Norsk Hydro og þýska fyrirtækið Siemens hafa undirritað samning um samstarfsverkefnið. Markmiðið er að virkja sterka vinda þar sem ólíklegt er að vindmyllurnar valdi mikilli sjónmengun.

Siemens mun sjá Norsk Hydro fyrir einni tilraunamyllu sem Norsk Hydro mun sjá um að koma fyrir í grennd við Karmoey en einnig kemur til greina að koma henni fyrir í grennd við olíuborpalla.

mbl.is

Bloggað um fréttina