Orkuútrásin er áróður

mbl.is/Guðmundur Rúnar

„Það er ekkert séríslenskt við jarðhitaleit og jarðboranir," segir Stefán Arnórsson, doktor í jarðefnafræði og prófessor við jarðvísindaskor Háskóla Íslands. Íslenska orkuútrásin og þau gífurlegu verðmæti sem eiga að felast í útrásarfyrirtækjunum hafa verið mikið til umræðu að undanförnu.

Stefán segir þessa umræðu byggjast á áróðri. „Það er ekki mjög flókið ferli að vinna jarðhita og mörg lönd eru búin að þróa þessa tækni hjá sér. Í meginatriðum er þetta sama vinnulag og við athuganir á öllum auðlindum í jörðu. Nánast allar framfarir í bortækni koma til dæmis frá olíuiðnaðinum, ekki frá jarðhitanum. Það er því ekki um neina útrás að ræða hérlendis, að minnsta kosti ekki fyrir jarðvísindamenn."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert