Hlutfall ruslpósts komið í 95% af öllum tölvupósti

Rusltölvupóstur er sívaxandi vandamál á netinu.
Rusltölvupóstur er sívaxandi vandamál á netinu. mbl.is/Jim Smart

Næstum 95% alls tölvupósts sem sendur hefur verið í heiminum á árinu 2007 var ruslpóstur, að því er Barracuda Networks Inc. fullyrðir en fyrirtækið sérhæfir sig í öryggi á netinu. Þegar rætt er um ruslpóst er m.a. átt við auglýsingar sem berast mönnum án þess að þeir hafi óskað eftir.

Fyrir þremur árum voru sett lög í Bandaríkjunum sem setja hömlur við sendingu skilaboða sem enginn hefur beðið um og fólst í lögunum heimild til að sekta þá sem senda ruslpóst. En umfang ruslpóstsendinga hefur engu að síður aukist til muna á þessum þremur árum því að áætlað var árið 2004 að hlutfall ruslpósts væri „aðeins“ 70%.

„Baráttan við ruslpóstinn er viðvarandi slagur milli þeirra sem vilja senda slík skilaboð og þeirra fyrirtækja sem sérhæfa sig í gerð öryggisforrita sem vernda tölvur gegn ruslpósti,“ segir Dean Drako, forstjóri Barracuda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert