Ráðstefna um fræðilega tölvunarfræði

Nú er haldin í Háskólanum í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um fræðilega tölvunarfræði, ICALP 2008. Þetta er í 35. sinn sem ICALP ráðstefna er haldin, og að sögn aðstandenda er þetta sú fjölmennasta til þessa, en á fimmta hundruð manna sækir ráðstefnuna og vinnustofur henni tengdar.Á ráðstefnunni verða meðal annars afhent Gödel-verðlaunin, ein helstu verðlaun vísindasamfélagsins, en þau eru afhent fyrir bestu vísindagrein ársins á sviði fræðilegrar tölvunarfræði. Sigurgreinina má lesa með því að smella hér

Evrópsku samtök um fræðilega tölvunarfræði, EATCS standa að ráðstefnunni, en skipulagning ráðstefnunnar hér á landi var í höndum rannsóknaseturs í fræðilegri tölvunarfræði, ICE-TCS, við Háskólann í Reykjavík.

Á fimmta hundrað erlendra fræði- og áhugamanna víða að sækir ráðstefnuna, en henni er skipt í þrjár brautir; a) reiknirit, flækjustigsfræði og leiki, b) rökfræði, merkingarfræði og grundvallaratriði forritunar og c) kjarna tölvuöryggis og dulkóðunar. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og dagskrá hennar er að finna á www.hr.is/icalp08.


mbl.is

Bloggað um fréttina