Mikil ósoneyðing yfir N-heimskauti

Ósonlagið hefur þynst mikið yfir Norður-heimskautinu.
Ósonlagið hefur þynst mikið yfir Norður-heimskautinu. Rax / Ragnar Axelsson

Ósonlagið hefur dregist svo mikið saman yfir norðurheimskautinu í ár og hægt er að tala um að raunverulegt ósongat sé yfir heimskautinu líkt og hefur verið yfir suðurheimskautinu.

Í frétt á vef BBC segir að í 20 km hæð séu um 80% af ósoninu horfin. Ástæðan fyrir þessu er óvenjulega langir kuldakaflar yfir vetrartímann. Í köldu veðri ná klórefni í andrúmsloftinu að eyða ósoni.

Rannsókn á eyðingu ósonlagsins birtist í rímaritinu Nature. Þar kemur fram að ekki sé hægt að segja fyrir hvort þessi eyðing haldi áfram. Í greininni segir að vetrarhitastig á norður-heimskautinu sé talsvert breytilegt milli ára. Stundum sé kalt en stundum komi mildari vetur. Í skýrslunni segir að á síðustu áratugum hafi þeir vetur sem hafi verið kaldir verið óvenjulega kaldir.

Frétt BBC

mbl.is