Frummenn notuðu tannstöngla

Ljóst er að tannhirða á sér langa sögu.
Ljóst er að tannhirða á sér langa sögu. mbl.is/RAX

Ný rannsókn hefur leitt í ljós að frummenn notuðu tannstöngla fyrir tæplega 1,8 milljónum ára. 

Hópur vísindamanna við háskólann í Zurich í Sviss rannsakaði tennur í kjálka sem fundust í Dmanisi í Georgíu, sem eru elstu minjar um frummenn sem hafa fundist í heiminum fyrir utan Afríku.

Vísindamennirnir komust að því að frummennirnir hefðu þjáðst af tannholdsbólgu vegna mikillar tannstönglanotkunar, að því er talið. Fjallað er um þetta á vef breska ríkisútvarpsins.

Niðurstöðurnar eru birtar í vísindaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences of the United States of America. Vísindamennirnir segja að þetta eigi þátt í að útskýra þann fjölbreytileika  sem einkenni mannskepnuna og hennar nánustu ættingja. 

Þeir beittu nýjum aðferðum réttarmeinafræðinnar við að skoða frávik í tönnum frummannanna sem sumir telja að séu elstu ættingja Evrópumanna. 

Tennur geta varpað ljósi á aldur viðkomandi og hvað þeir átu. Það er ekki fyrr en nú sem menn telja sig hafa uppgötvað hvers vegna fjölbreytileiki þeirra kjálka sem fundust í Georgíu væri svona mikill. 

mbl.is
Nudd - Rafbekkkur 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019
Egat Standard. Nudd Rafbekkur Verð 184.000 Tilboð:169.000 til 4 júlí 2019 Lyft...
Yfirbreiðslur á golfbíla
Viltu verjast rigningu og roki á golfvellinum? Til sölu góðar yfirbreiðslur sem...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...