Reisa risasturn í Amazon

Frá Amazon regnskóginum.
Frá Amazon regnskóginum. Mynd:Wikipedia

Nú stendur til að reistur verði risastór turn í miðjum Amazon frumskóginum. Á turninn að fylgjast með loftlagsbreytingum og áhrifum þeirra á viðkvæmt vistkerfi svæðisins. Brasilíska dagblaðið O Estado de Sao Paulo sagði frá þessu í dag. 

Brasilísk stofnun, sem einbeitir sér að rannsóknum í Amazon skóginum stendur að byggingu turnsins ásamt þýsku samsteypunni Plank.

Turninn verður 325 metra hár og mun vera búinn tækjum til þess að fylgjast með sambandi á milli frumskógarins og andrúmsloftsins. Turninn mun safna gögnum um hita, vatn, kolefnis gas, vind, skýjamyndun, upptöku kolefna og veður.

Bygging turnsins hefur verið í undirbúningi síðustu sjö árin, en erfitt var að finna staðsetningu fyrir hann. Hann mun rísa í um 170 kílómetra fjarlægð frá Manaus, sem er höfuðborg ríkisins Amazonas. 

Stálið sem notað verður hefur verið flutt á svæðið frá suður Brasilíu.

Paulo Artaxo, verkefnastjóri við háskólann í Sao Paulo segir að turninn muni hjálpa fólki til þess að skilja Amazon frumskóginn betur. „Turninn mun hjálpa okkur að svara þeim óteljandi spurningum sem tengjast loftlagsbreytingum. Við munum skilja hlutverk Amazon skógarins betur og aðra regnskóga sömuleiðis.“

mbl.is
Íbúð óskast til leigu
Óska eftir lítilli 2 herbergja eða rúmgóðri stúdíóíbúð á Reykjavíkursvæðinu hels...
Bókalind - antikbókabúð
Erum með fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matreiðslubæku...
Heimili í borginni- www.eyjasolibudir.is
Til leigu 2-3ja herb.íbúðir fyrir fjölskyldur og erlenda ferðamenn. ALLT til ALL...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...