Kolkrabbi í kókoshnetu

Kolkrabbinn er ekki allur þar sem hann er séður og ...
Kolkrabbinn er ekki allur þar sem hann er séður og leitar skjóls í kókoshnetuskel. Skjáskot

Breska ríkisútvarpið BBC hefur náð ótrúlegum myndum af kolkrabba á sjávarbotni sem notar kókoshnetuskeljar sem nokkurs konar brynju til að verja sig fyrir ágengri flyðru. Þetta er í fyrsta sinn sem vitað er til þess að hryggleysingjar noti verkfæri. 

Flyðran sem sést elta kolkrabbann er þó lítil ógn fyrir hann. Hún eltir hann í þeirri von um að ná að stela einhverju af veisluborði hans þegar hann rekur smádýr upp úr sandinum á sjávarbotninum.

„Notkun verkfæra bendir ekki til gáfna ein og sér, það eru til frekar sjálfvirkir ferlar sem falla undir þá skilgreiningu. Það sem sýnir hins vegar gáfur er hvernig kolkrabbarnir skipuleggja notkunina fram í tímann og hversu fjölbreyttum aðstæðum þeir aðlagast. Kolkrabbinn sem bar kókoshnetuskelina með sér hlaut af hafa búist við því að þurfa hana seinna, gróf hana upp úr sandinum og bar hana þangað hann var tilbúinn að hvílast,“ segir Jennifer Mather við Lethbridge-háskóla sem hefur sérhæft sig í vitsmunum kolkrabba við vefinn IFL.

Kolkrabbinn knái náðist á mynd við tökur á þáttunum „Lífssögunni“ (e. Life Story) sem BBC hefur framleitt.

mbl.is
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...
Toyota Corolla 2005
Til sölu, ekinn um 176.000 km. Þokkalegt eintak. Sumar og vetrardekk. Næsta skoð...